Uppselt

Fjallagrös

850 kr.

Uppselt

Vöruflokkar: ,

Vörulýsing

Fjallagrös hafa verið notuð á Íslandi í margar aldir. Þau voru soðin í blóðmör, seyði af þeim drukkið, notuð sem litunargras, möluð í mat og þau soðin í grasagraut og grasamjólk.

Fjallagrös eru talin styrkja ónæmiskerfið og löng hefð er fyrir að nota þau gegn hósta, hálsbólgu, asthma og berkjubólgu. Þau þykja líka sérstaklega góð við margs konar meltingarkvillum og verka græðandi á slímhúð magans auk þess að styrkja og örva meltinguna. Fjallagrös þykja verka vel við brjóstsviða, magabólgum, maga- og skeifugarnasárum, ristilkrampa og hægðatregðu. Þau eru líka talin góð við ógleði og örva matarlyst eftir langvarandi veikindi. Útvortis eru fjallagrasabakstrar notaðir til að græða sár og útbrot.

Til að nýta þessa eiginleika fjallagrasa er gott að sjóða þau í stuttan tíma til að styrkja lungun og styðja við kvef og sýkingar í öndunarfærum. En þau eru soðin lengi – í amk klukkutíma (oft eru þau þá soðin í mjólk) til að ná áhrifum fyrir maga og meltingu.

Fjallagrös eru t.d. mjög góð út í grautinn, soðin með hafragrjónum eða hrísgrjónum. Eins eru þau góð soðin í mjólk eða í te og út í bakstur.

Innihald: Fjallagrös (cetraria islandica).

Magn: 20 g