Almennt
Netbasarinn er á vegum Waldorfskólans í Lækjarborgun og Waldorfleikskólans Yls
Waldorfskólinn í Lækjarbotnum
kt.610797-2029
Lækjarbotnalandi 53
203 Kópavogi
netfang basarsins: basar@waldorfskolinn.is
netfang skólans: waldorfskolinn@waldorfskolinn.is
sími skólans: 587-4499
bankareikningur 1110-05-403583
Afhending
Allar pantanir verða afgreiddar sunnudaginn 21. nóvember 2021. Ef vara er ekki til mun fulltrúi frá basarnum hafa samband.
Hægt verður að fá vörur afhendar með því að:
- sækja vörur í Skátaheimili Landnema Háuhlíð 9 sunnudaginn 21. nóvember milli klukkan fimm og sjö. Við biðjum fólk um að vera í bílunum sínum og komið verður með vörurnar í bílana.
- fá vörur keyrðar heim á höfuðborgarsvæðinu fyrir 800 kr. sunnudaginn 21. nóvember frá klukkan fjögur.
- fá vörur sendar í pósti á pósthús, sendingarkostnaður er samkvæmt verðskrá Íslandspósts og greiðist við móttöku beint til Íslandspósts. Af öllum pöntunum dreift af Íslandspósti gilda afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar Íslandspós um afhendingu vörunnar. Netbasarinn ber samkvæmt þessu enga ábyrgð á týndum sendingum eða tjóni sem kann að verða á vöru í flutningi. Ef vara týnist í pósti eða verður fyrir tjóni frá því að hún er send frá Netbasarnum til viðkomandi er tjónið á ábyrgð kaupanda.
Ef upp koma mistök í afgreiðslu pantana skal hafa samband í tölvupósti, basar@waldorfskolinn.is.
Greiðslumáti
Hægt er að greiða með:
- millifærslu (reikningsupplýsingar birtast í lokaskrefi pöntunarferlisins og í staðfestingarpóstinum), nauðsynlegt er að senda kvittun með millifærslunni á netfangið basar@waldorfskolinn.is
- Pei, þá er greiðsluseðill sendur í netbanka viðskiptavinar og greiða þarf innan 14 daga
- greiðslukorti þegar sótt í Skátaheimil Landnema (visa, mastercard, maestro og visa electron)
Skilafrestur
Veittur er 14 daga skilaréttur við kaup á vöru gegn því að framvísa kvittun. Varan þarf að vera ónotuð og í upprunalegu ástandi þegar henni er skilað. Við skil á vöru er hægt að skipta og fá aðra vöru í staðinn eða fá endurgreitt og er miðað við kaupverð vörunnar.
Gölluð vara
Sé vara gölluð er viðskiptavinum boðin ný vara í staðinn og sjáum við um að koma nýju vörunni til viðskiptavinar, eða endurgreiðum ef þess er krafist. Að öðru leiti vísast til laga um húsgöngu og fjarsölusamning nr. 46/2000 og laga um neytendakaup.
Persónuverndarstefna
Til einföldunar þá verður hér eftir talað um Netbasar Waldorfskólanna sem „við“.
Persónuupplýsingar
Persónuupplýsingar eru hverjar þær upplýsingar sem rekja má beint eða óbeint til tiltekins einstaklings.
Upplýsinar verða að vera nógu nákvæmar til að hægt sé að sjá hvaða einstaklingi þær tilheyra. T.d. nöfn, kennitölur, heimilisföng, tölvupóstföng eða önnur einkenni einstaklings.
Við heitum því að gæta fyllsta trúnaðar og virða þinn rétt varðandi meðferð persónuupplýsinga um þig. Þín persónuverd er mikilvæg og við þökkum þér fyrir að treysta okkur fyrir upplýsingum um þig.
Hvaða upplýsingum söfnum við og hvers vegna söfnum við persónuupplýsingum um þig?
Persónuupplýsingar eru nausynlegar fyrir aðgang þinn að netversluninni og til þess að þú getir verslað í netversluninni. Upplýsingar eins og nafn, heimilisfang, símanúmer og tölvupóstfang, eru okkur nauðsynlegar til að halda utan um þínar pantanir.
Samskipti þín við okkur í gegnum tölvupóst eru geymd, þannig að hægt sé að vísa í þau samskipti ef atvik kunnu að koma upp. En einnig til þess að við getum bætt okkur.
Þegar þú heimsækir netverslunina okkar þá safnar síðan okkar sjálfkrafa tæknilegum gögnum um heimsóknina.
Hvaða upplýsingum deilum við með þriðja aðila og hvers vegna?
Við pössum vel uppá persónuupplýsingar þínar og látum þær ekki af hendi nema til þeirra aðila sem sinna þjónustu fyrir okkar hönd. Það á t.d. við um greiðslukortafærslur, bankaviðskipti, vöruflutning og hýsingu gagna. Við notumst við hýsingu á rafrænum gögnum í skýjaþjónustu. Við nýtum m.a. þjónustu Íslandspósts hf. til að koma vörum á leiðarenda. Ef þriðji aðili þarf að nota persónuupplýsingar þínar í tengslum við þjónustu, gætum við þess að þær séu aðeins notaðar í þeim tilgangi. Þeim er einnig skylt að fara með upplýsingarnar sem trúnaðarupplýsingar.
Hvernig vinnum við með persónuupplýsingar og hvers vegna?
- til að geta veitt þér þá þjónustu sem þú óskar eftir, hvort sem það er að senda þér vöru eða taka á móti greiðslum og/eða í tengslum við aðrar vörur og þjónustu sem við bjóðum upp á eða höfum milligöngu um. Að öðru leyti til að framfylgja skilmálum okkar
- til að svara fyrirspurnum þínum í gegnum tölvupóst og/eða bregðast við óskum þínum
- til að efna samning okkar við þig um veitingu ákveðinnar þjónustu eða vöru
- til að gera þér kleift að deila efni á samfélagsmiðlum af vefsvæði okkar
- til að geta átt í samskiptum í tengslum við kaup í gegnum netverslun okkar
- til að senda þér mikilvægar upplýsingar sem tengjast þjónustu okkar við þig t.d. upplýsingar um breytingar á skilmálum og annað sem tengist þjónustu okkar við þig
Um kökur eða cookies
Það eru tvær tegundir af kökum. Ein geymir textaskrá í ákveðinn tíma eða þar til hún rennur út. Tilgangur hennar er að t.d. segja þér hvað hefur gerst frá því heimsótt var síðast. Skráin er vistuð tímabundið á meðan þú ert á vefsíðunni. Textaskráin eyðist svo þegar vafranum er lokað. Hin gerðin er svokölluð session kaka, sem hefur ekki tímasetningu.
Við notum kökur til þess að halda utan um þær vörur sem þú hefur sett í körfu. Einnig notum við kökur til að halda utan um tölfræði sem hjálpar okkur að þróa og betrumbæta síðurnar okkar. Þeim upplýsingum getur verið safnað í samstarfi við þriðja aðila.
Nánar um kökur má sjá á siðu Cookie Policy (EU)
Bókhaldsgögn
Vistun bókhaldsgagna er í samræmi við öryggiskröfur persónuverndarlaganna og laga um færslu bókhalds og varðveislu þess.
Geymsla og vistun slíkra upplýsinga miðast við lög þess efnis.
Takmörkuð ábyrgð
Að því marki sem gildandi lög heimila, berum við enga skaðabótaábyrgð vegna atvika sem upp kunna að koma vegna þess hvernig þjónustan er notuð eða hún útveguð, nema ef hægt er að rekja slík atvik til stórfelldrar/vítaverðrar vanrækslu eða misferlis af ásetningi af okkar hálfu.
Við berum enga ábyrgð á töfum sem verða á þjónustunni eða því að þjónustan virki ekki sem skyldi vegna óviðráðanlegra atvika.
Lög og lögsaga
Þessi persónuverndarstefna fellur undir íslensk lög. Leysa skal úr ágreiningi sem kann að rísa eða í tengslum við persónuverndarstefnuna fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur ef ekki er hægt að leysa úr honum á annan hátt.
Samþykki þitt
Með því að nota síðuna okkar samþykkir þú persónuverndarstefnu okkar og þær breytingar sem kunna að verða á henni.
Hafðu samband við okkur ef einhverjar spurningar varðandi persónuverndarstefnuna vakna.