Vörulýsing
Handáburður er sérstaklega mikilvægur núna með allri sprittnotkuninni. Tilvalin gjöf.
Handáburðurðinn er framleiddur úr jurtum sem taldar eru nærandi, græðandi, svalandi, róandi og mýkjandi fyrir húðina. Þær eru þekktar fyrir að draga úr kláða og ertingu og vinna gegn húðútbrotum, exemi og blöðruútbrotum. Ólífuolía og bývax eru þekkt fyrir mýkjandi áhrif á húðina. Bývax gefur raka, nærir húðfrumurnar og verndar húðina frá utanaðkomandi áreiti. Það er talið hafa bakteríudrepandi og bólgueyðandi áhrif. Bývax er talið gott fyrir sprungna húð.
Innihald: Ólífuolía, haugarfi (stellaria media), brenninetla (Urtica Dioica), blágresi (geranium sylvaticum), valurt (symphytum officinalis), bývax, ilmkjarnaolíur (Lavender, frankincence, mynta).
Gert í Waldorfskólanum í Lækjarbotnum 2021.
Magn 60 ml