Vörulýsing
Te til að drekka í byrjun á flensu, kvefi eða öðrum veikindum.
Jurtirnar í Vírusvara eru taldar bakteríudrepandi, styrkjandi fyrir ónæmiskerfið og góðar fyrir meltinguna. Góð melting er grunnur að heilbrigðu ónæmiskerfi. Þær eru einnig taldar styrkja slímhúðina, hreinsa blóðið og vinna gegn sveppasýkingum. Að auki eiga þær að styrkja nýrnahettur, efla sogæðakerfið og koma reglu á tíðir hjá konum.
Innihald: Mjaðurt (filipendula ulmaria), brenninettla (urtica urens), lakkrísrót (glychirriza glabra), blóðkollur (sanguisorba officinalis), rauðsmári (trifolium pratense), fjallagrös (cetraria islandica), sigurskúfur (epilobium angustifolium), kamilla (matricaria recutita), morgunfrú (calendula officinalis).
Gert Waldorfskólanum í Lækjarbotnum 2021.
Magn: 20 g